Fótbolti

Hannes verður áfram fyrsti kostur Erik Hamrén

Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, segir að Hannes Þór Halldórsson verði áfram fyrsti kostur hjá landsliðinu þrátt fyrir að hann fái ekkert að spila með félagsliði sínu, Qarabag, þessa dagana.

Hannes á að baki 57 leiki fyrir íslenska landsliðið. Fréttablaðið/Getty

Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, segir að Hannes Þór Halldórsson verði áfram fyrsti kostur hjá landsliðinu þrátt fyrir að hann fái ekkert að spila með félagsliði sínu, Qarabag, þessa dagana.

Hamrén var spurður út í stöðu markmannana á blaðamannafundi í KSÍ í dag eftir að hafa valið Hannes, Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmund Kristinsson í landsliðshópinn. 

Af þeim er aðeins Ögmundur fyrsti kostur hjá félagsliði sínu, Larissa í Grikklandi en Rúnar Alex hjá Dijon og Hannes hjá Qarabag hafa verið talsvert á varamannabekknum.

„Við erum með þrjá góða markmenn í landsliðshópnum. Hannes og Rúnar eru því miður ekki að spila mikið en Hannes er enn fyrsti kostur minn þótt að ég ætli ekki að gefa upp byrjunarliðið.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Fótbolti

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Fótbolti

Íþróttadómstóll dæmir PSG í hag gegn UEFA

Auglýsing

Nýjast

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Wayne Rooney sýndi á sér nýja hlið

Al Arabi staðfestir komu Arons

Auglýsing