Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson fékk í dag félagsskipti í Víking á undanþáguheimild þar sem hann mun vera í hlutverki varamarkmanns eftir að meiðsli settu strik í reikninginn hjá ríkjandi Íslandsmeisturunum.
Hannes tilkynnti í vor að hann hefði ákveðið að leggja hanskana á hilluna en þeir eru nú komnir úr hillunni tveimur mánuðum síðar.
Hannes Þór Halldórsson hefur fengið félagaskipti yfir til Íslands- og bikarmeistara Víkings.
— Víkingur (@vikingurfc) June 17, 2022
Lestu meira hér: https://t.co/mWBLbpfnRs pic.twitter.com/OzbKQPc2zM
Víkingur birti mynd þar sem vöðvastæltur Hannes tók í hendurnar á Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víkingi en þeir eru saman á Spáni.
Í færslu Víkings kemur fram að Ingvar Jónsson, markvörður liðsins og Uggi Auðunsson, markmaður annars flokks, hafi meiðst og þeir hafi því fengið undanþágu til að semja við markmann.
Þórður Ingason verði markvörður liðsins í næstu leikjum en Hannes verði klár í slaginn á hliðarlínunni.