Íslenski boltinn

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

Umboðsmaður Hannesar Þórs Halldórssonar segir að Hannes sé ekki búinn að skrifa undir hjá neinu félagi og veit af áhuga erlendis frá en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Hannes búinn að semja við Val.

Hannes Þór í leik með Íslandi á HM síðasta sumar. Fréttablaðið/Getty

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Hannes samþykkt tilboð Vals og kaus hann að semja við ríkjandi Íslandsmeistara frekar en KR. Samkvæmt sömu heimildum eru Valsmenn tilbúnir að bjóða Hannesi talsvert betri kjör en KR gat boðið.

Hannes Þór Halldórsson hefur heyrt frá félögum hér á landi og félögum erlendis en þetta staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður landsliðsmarkmannsins í dag.

Hannes er enn samningsbundinn Qarabag í Aserbaídsjan og segir Ólafur að það eigi enn eftir að leysa hans mál þótt að það sé áhugi, meðal annars á Íslandi og annarsstaðar í Evrópu.

„Það er ekki komið svo langt að Hannes sé að semja við Val. Hans staða gæti breyst á næstu dögum og mánuðum, það er áhugi frá Svíþjóð, Noregi og fleiri löndum en hann er samningsbundinn Qarabag í átján mánuði í viðbót og það er talsvert sem þarf að gerast til þess að hann fái að fara,“ sagði Ólafur sem staðfesti að íslensk lið hefðu haft samband.

„Það eru fleiri íslensk lið en KR og Valur sem hafa sýnt Hannesi áhuga en það er ekki búið að skrifa undir neitt.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

ÍA fær í sínar raðir sænskan miðvörð

Íslenski boltinn

Þýski styrktar­þjálfarinn hættur

Fótbolti

Klopp mætir Bayern München í 30. sinn

Auglýsing

Nýjast

Man.Utd sækir Úlfana heim

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum

Pogba allt í öllu í sigri Man.Utd

Fram fyrsta liðið í undanúrslit

Firmino tæpur vegna veikinda

Unnur Tara með trosnað krossband

Auglýsing