Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og félagar í Qarabag eru í riðli með Arsenal í Evrópudeildinni. Dregið var í riðla í dag.

Auk Qarabag og Arsenal eru Sporting frá Portúgal og Vorskla frá Úkraínu í E-riðli.

Hitt enska liðið í Evrópudeildinni, Chelsea, dróst í riðil með PAOK, BATE Borisov og Vidi.

Guðlaugur Victor Pálsson og samherjar hans í Zürich eru í riðli með Bayer Leverkusen, Ludogorets og AEK Larnaca.

Noregsmeistarar Rosenborg, sem Matthías Vilhjálmsson leikur með, drógust í afar erfiðan riðil með Celtic og systurfélögunum RB Leipzig og Salzburg.

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru í riðli með Besiktas, Genk og Sarpsborg 08.

Riðlakeppnin hefst 20. september og lýkur 13. desember.