Hannes Þór Hall­dórs­son, einn besti mark­vörður Ís­lands­sögunnar er mættur til Manchester til að styðja Stelpurnar okkar í ís­lenska lands­liðinu í knatt­spyrnu sem mæta Í­tölum á Evrópu­mótinu í knatt­spyrnu seinna í dag. Hannes fór á sínum tíma á tvö stór­mót með lands­liðinu en segir gaman að upp­lifa hlut­verk stuðnings­mannsins.

,,Það er gaman að prófa þessa hlið stór­mótanna," segir Hannes í sam­tali við Frétta­blaðið þar sem hann var staddur á Fanzone-inu í Manchester. ,,Mig langaði alltaf að upp­lifa þetta þegar ég var leik­maður. Nú er ég hér í fyrsta sinn á stór­móti sem á­horf­andi

Það má með sanni segja að það sé ís­lensk yfir­taka á Fanzone-inu líkt og myndir Ernis Eyjólfs­sonar, ljós­myndara Frétta­blaðsins sína.

,,Það er afar góð stemming hér, við vorum að mæta á stuðnings­manna­svæðið. Flott að sjá blátt haf af ís­lenskum treyjum," segir Hannes sem er bjart­sýnn á gengi Ís­lands gegn Ítalíu í dag.

,,Liðið spilaði vel gegn Belgum og voru ó­heppnar að vinna ekki. Við tökum þetta núna."

Íslensk yfirtaka í Manchester
©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson
Gleði og gaman
©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson
©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson