Markvörður Vals og íslenska landsliðsins var í viðtali við Rúv þar sem hann greindi frá þessu.

Hannes var að leika sinn 77. leik fyrir Íslands hönd í kvöld en gat ekki komið í veg fyrir fjögur mörk frá þýska liðinu.

Hann er leikjahæsti markmaður Íslands frá upphafi.

Hann lék fyrsta leik sinn fyrir tíu árum gegn Kýpur og var hluti af liði Íslands sem komst í lokakeppni stórmóts tvö skipti í röð.

Þá lék hann alla leiki Íslands á HM og EM og varði meðal annars vítaspyrnu frá Lionel Messi í fyrsta leik Íslands á HM.