Handbolti

Hannes Jón fenginn til þess að bjarga Bietigheim

Handboltaþjálfaranum Hannesi Jóni Jónssyni hefur verið falið það verkefni að freista þess að bjarga Bietigheim frá falli úr þýsku efstu deildinni í handbolta karla.

Hannes Jón Jónsson mun stýra Bietigheim fram á vorið.

Hannes Jón Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Bietigheim í handbolta. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu félagins. Bietigheim situr í næst neðsta sæti þýsku efstu deildarinnar með sex stig eins og sakir standa en liðið er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni á næstu leiktíð. 

Hannes Jón sem var var sagt upp störfum hjá austurríska liðinu West Wien í janúar mun stýra Bietigheim út yfirstandandi keppnistímabil.  

Hann mun svo taka við stjórnartaumunum hjá Selfossi af Patreki Jóhannessyni sem ætlar að söðla um og stýra danska úrvalsdeildarliðinu Skjern næstu árin.

„Það er með mikilli ánægju sem við kynnum Hannes til leiks sem nýjan þjálfara liðsins. Sem leikmaður var hann góður leikstjórnandi og öflugur varnarmaður.

Hann hefur síðar sannað sig sem þjálfari og er bæði fær í að þróa unga leikmenn og ná í úrslit um leið. Ég er viss um að hann mun sjá til þess að við höldum sæti okkar í deildinni," segir Jochen Zürn, íþróttastjóri Bietigheim um ráðninguna.

„Það er mikil tilhlökkun í mér að hefja störf hérna. Við verðum að snúa bökum saman og vinna saman að því að koma okkur úr þeirri slæmri stöðu sem liðið er í. Ég get ekki beðið eftir fyrsta leik," segir Hannes, en hans fyrsta verkefni er fallbaráttuslagur gegn Leipzig, sem er í 15. sæti deildarinnar með 10 stig.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Handbolti

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Handbolti

Halldór hættir með FH eftir tímabilið

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Auglýsing