Hannes Þór Halldórsson er ekki í leikmannahópi Qarabag sem tekur á móti Sheriff Tiraspol í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í dag.

Hannes glímir við meiðsli í nára og hefur misst af síðustu leikjum Qarabag vegna þeirra.

Hannes er samt sem áður á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem mætir Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði.

Qarabag tapaði fyrri leiknum gegn Sheriff með einu marki gegn engu. Aserarnir þurfa því að snúa dæminu sér í vil í dag.