Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson jafnaði í kvöld Birki Kristinsson sem leikjahæstu markmenn Íslands í karlaflokki.

Hannes kom inn af bekknum fyrir Ögmund Kristinsson í hálfleik í stöðunni 2-0 fyrir Englandi.

Markvörðurinn er með því að leika 74. leik sinn fyrir Íslands hönd.

Með því jafnar Hannes við Birki og Brynjar Björn Gunnarsson í 13-15. sæti á lista yfir leikjahæstu leikmenn karlalandsliðsins.

Um leið varð Hannes leikjahæsti markmaður karlalandsliðsins frá upphafi ásamt Birki.