Hanna Björg Vil­hjálms­dóttir, fram­halds­skóla­kennari og for­maður jafn­réttis­nefndar Kennara­sam­bands Ís­lands, segir það þurfi að skipta út for­ystu KSÍ og koma nýjum hópi að sem vilji raun­veru­lega breyta til. Þetta segir Hanna Björg í við­tali á Sprengi­sandi fyrr í dag.

Hanna Björg vill að stjórn KSÍ segi af sér svo það verði til ný hug­mynda­fræði með nýju fólki sem byggir á jafn­rétti og virðingu. Ekki sé settur plástur á krabba­mein. Nú sé tæki­færi fyrir for­ystuna að stíga niður og viður­kenna mis­tök sín.

Sam­fé­lags­legt mein

„Þetta verður for­dæmis­gefandi fyrir aðrar í­þrótta­hreyfingar með því að skúra út og skipta um for­ystu KSÍ. Ég trúi því að það er hægt að breyta þessu en það þarf að gera út skýrar línur og fylgja því eftir, en ef þeir gera lítið og ekki neitt er þetta bara kjafts­högg og bak­slag í bar­áttunni um kyn­ferðis­of­beldi á Ís­landi,“ segir Hanna.

Hanna segist vita um fleiri ofbeldismál en þau sem hafa verið í um­ræðunni, sem séu sví­virði­leg,

„Þessi hóp­nauðgun frá því í maí er í raun á­stæðan fyrir því að ég steig fram,“ segir hún og bætir við að hún hafi síðast frétt af annarri hóp­nauðgun í morgun af hálfu lands­liðs­manna. Þá hafði móðir ungrar konu haft sam­band við hana. Þá segist hún vita hverjir ger­endurnir séu og að at­vikið hafi átt sér stað fyrir nokkrum árum síðan.

„Ég veit að KSÍ veit um þessi mál, ég held að KSÍ að sé bara mjög spillt appa­rat. Það er þeirra starf að vita, auð­vitað vita þau þetta. “ segir Hanna sem telur að kyn­ferðis­brotum sé ekki tekið nógu al­var­legar.

það verði að fara að trúa þol­endum

„Það er næstum því aldrei vitni að nauðgun, við verðum að fara að trúa þol­endum þar sem það er nánast engar líkur á að þeir ljúgi en ger­endur eru lík­legri til þess,“ segir Hanna. „Við erum að fórna stelpum og konum vegna frægra og frekra karla.“


Eru þeir verri af því þeir eru knatt­spyrnu­menn?
„Því meira vald sem ein­stak­lingur hefur og því valda­meiri hópi sem hann til­heyrir, því meiri líkur eru á að hann sé for­réttinda­blindur og vaði á­fram í yfir­gangi ef hann er ekki með sterk bein og skýra hugsun. Fót­bolta­menn eru með mikla peninga og völd og það tengist því,“ segir Hanna.