Jos Verstappen, faðir tvöfalda Formúlu 1 heimsmeistarans Max Verstappen segir son sinn búinn á því eftir nýafstaðið tímabil í mótaröðinni, hann telur hann þurfa fá hlé frá mótaröðinni.
Verstappen átti magnað tímabil með Red Bull Racing og bar liðið höfðuð og herðar yfir andstæðinga sína í Formúlu 1.
Hollendingurinn fljúgandi varði heimsmeistaratitil sinn í flokki ökumana og sló met eftir met.
Það er án efa krefjandi að vera ökumaður í Formúlu 1 og er þá ekki bara verið að ræða um líkamlega og andlega álagið sem tengist því að aka um á yfir 300 kílómetra hraða á klukkustund hring eftir hring.
Formúlu 1 tímabilið í ár samanstóð af 22 keppnishelgum víðs vegar um heiminn frá mars fram í nóvember.
,,Hann er eiginlega bara búinn á því núna," sagði Jos Verstappen um son sinn í viðtali við Viaplay. Max hafi verið feginn þegar að tímabilinu lauk en hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn nokkrum keppnishelgum áður.
Jos telur að samkeppnin verði meiri fyrir Red Bull Racing á næsta ári.
,,Þetta verður jafnara á næsta ári, það er líka það sem Formúla 1 vill með nýju reglugerðinni. Góðir bardagar innan brautar og góð keppni um heimsmeistaratila allt þar til loka yrði frábært."