Angel Cabrera, einn sigursælasti kylfingur Suður-Ameríku frá upphafi, var á dögunum handtekinn í Brasilíu og verður framseldur til Argentínu eftir að hann flúði ákærur í heimalandi sínu.

Cabrera vann á sínum tíma tvo risatitla á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi árið 2007 og Masters tveimur árum síðar.

Cabrera náði öðru sæti á Masters árið 2013 en hann gæti misst af næstu Masters-mótum ef hann verður dæmdur til fangelsisvistar í heimalandinu.

Fyrrum eiginkona Cabrera er búinn að kæra kylfinginn sem og fyrrum ástkona sem sakar Cabrera um að hafa hótað henni lífláti og beitt hana ofbeldi.

Þá greindu argentínskir fjölmiðlar frá því að fleiri fyrrum elskuhugar Cabrera hefðu sömu sögu að segja.