Erik Hamrén sýndi blaðamönnum vænan vindil sem átti að reykja í tilefni þess að Ísland vann 2-1 sigur á Tyrklandi í kvöld.

Þetta var annar leikur Íslands á skömmum tíma og tóku Strákarnir okkar fullt hús stiga í þessu landsleikjahléi gegn Tyrklandi og Albaníu.

Pressa hefur verið á Hamrén eftir dapurt gengi landsliðsins undanfarna mánuði og var létt yfir honum á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld.

Að honum loknum dró Hamrén upp vindil sem hann sagðist ætla að njóta í tilefni þess að Ísland hefði unnið báða leikina í þessu landsleikjahléi.