Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynntu í dag hvaða 23 leikmenn þeir hefðu valið í leikmannahópinn fyrir leiki gegn Andorra og Frakklandi.

Framundan eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2020 og hefur Ísland leik gegn Andorra á föstudaginn næsta.

Þremur dögum síðar mætir Ísland ríkjandi heimsmeisturum Frakka á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France í seinni leiknum.

Framundan eru tíu leikir á næstu átta mánuðum þar sem tvö efstu liðin komast beint á Evrópumótið.

Það sem vekur athygli í hópnum sem sjá má hér fyrir neðan er að það eru aðeins þrír framherjar í hópnum og þar af er Alfreð að ná sér af meiðslum.

Markverðir:

Hannes Þór Halldórsson, Rúnar Alex Rúnarsson, Ögmundur Kristinsson

Aðrir leikmenn:
Birkir Már Sævarsson, Jón Guðni Fjóluson, Kári Árnason, Hjörtur Hermannsson, Sverrir Ingi Ingason, Ragnar Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon, Ari Freyr Skúlason, Aron Einar Gunnarsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Rúrik Gíslason, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Arnór Sigurðsson, Albert Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Björn Bergmann Sigurðarson