Lewis Hamilton er einungis fjórum stigum frá því að vinna Formúlu 1-titilinn í sjötta skipti á ferli sínum en hann breski ökuþórinn kom fyrstur í mark í kappakstrinum sem fram fór í Mexíkó í nótt.

Hamilton var þriðji á ráspól en góð taktík Mercedez-liðsins sem ákvað að láta eitt þjónustuhlé nægja varð til þess að hann komst í forystu og tryggði sér að lokum sigurinn.

Félagi hans Valtteri Bottas sem keyrir einnig fyrir Mercedez Benz dugir ekkert annað en sigur til þess að halda lífi í titilbaráttunni en Hamilton þarf að hafna neðar en í áttunda sæti í kappakstrinum í Austin í Bandaríkjunum um næstu helgi til þess að titillinn falli ekki í hans skaut.

Þrír kappakstrar eru eftir á tímabilinu en eftir að keppt verður í Austin verður haldið til Sao Paolo í Brasilíu og lokakappaksturinn verður svo keyrður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum mánaðamótin nóvember og desember.

Hamilton vantar átta sigra til þess að jafna met þýska ökuþórsins Michael Schumacher yfir fjölda sigra í kappökstrum en Schumacher vann á ferli sínum 91 kappakstra.

Þá hafa Hamilton og Argentíumaðurinn Juan Manuel Fangio orðið Formúlu-titilinn fimm sinnum eins og sakir standa en Schumacher er hins vegar sigursælastur með sjö titla.