Alþjóða kappaksturssamandið, FIA, eru með háttsemi breska ökuþórsins, Lewis Hamilton, þegar hann tók á móti verðlaunum sínum fyrir sigurinn í Formúlu 1-kappakstrinum í Tuscan í gær.

Hamilton var þá í bol þar sem á stóð, handtökum lögreglumennina sem skutu Breonna Taylor. FIA leggur bann við því að kappakstursmenn séu með pólítískan áróður fyrir eða eftir keppnir á vegum sambandsins og er það til skoðunar hvort Hamilton hafi brotið í bága við þá reglu með baráttuorðum sínum.

Fyrir kappaksturinn krupu hann og kollegur hans á kné til þess að sýna réttindabaráttu svartra stuðning sinn í verki. Þá sagði Hamilton sem hefur unnið Formúlu 1-kappaksturinn sex ár í röð að hann hefði í þó nokkurn tíma haft það í huga að klæðast þessum bol fyrir og eftir keppni.

Þessi 35 ára gamli ökuþór notaði einnig tækifærið þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir kappaksturinn og hrósaði tennisspilaranum Naomi Osaka sem bar sigur úr býtum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis kvenna um nýliðna helgi fyrir baráttu sína í baráttunni við að útrýma fordómum og ofbeldi í garð svartra.