Sjö­faldi heims­meistarinn í For­múlu 1, Sir Lewis Hamilton öku­maður Mercedes, sýndi á sér aðrar hliðar á sam­fé­lags­miðlum á dögunum. Hamilton þekkjum við sem goð­sögn í For­múlu 1, öku­mann sem hefur jafnað það sem var met Michael Schumacher hvað fjölda heims­meistara­titla varðar, öku­mann sem er meðal þeirra bestu í sögunni.

Hamilton á sér líka mýkri hliðar sem sjást oft ekki í For­múlu 1.Það sannaðist á sam­fé­lags­miðla­reikningum hans á dögunum þar sem Hamilton birti mynd af sér með ungum frænd­syst­kinum sínum.
For­múla 1 hefur verið í smá frí núna frá því að keppnis­helginni í Monza lauk. Tíma­bilið heldur aftur af stað um mánaða­mótin með keppnis­helgi í Singa­púr.

Hamilton hefur nýtt tímann vel milli keppnis­helga, hlaðið batteríin líkt og menn á hans aldri í móta­röðinni þurfa að gera. Hann birti myndir af gæða­stundum sínum með yngri frænd­syst­kinum sínum á dögunum og greindi frá því hversu stoltur frændi hann væri

Marg­faldi heims­meistarinn sótti frænd­syst­kin sín meðal annars í skólann, eitt­hvað sem hefur án efa vakið at­hygli hjá sam­nem­endum þeirra og þá nutu þau sam­verunnar og horfðu á nýja mynd um Bósa Ljós­ár, teikni­mynda­per­sónuna sem er best þekkt úr Toy Story kvik­mynda­seríunni.

Það er kannski á vit­orði flestra að Hamilton er ekki fjöl­skyldu­maður. Lítið er vitað um ástar­líf hans og þá á hann engin börn og nýtur þess þar af leiðandi extra vel að geta dekrað við yngri frænd­syst­kinin sín.