Riddaratign hlýtur Hamilton fyrir framúrskarandi feril sinn sem kappakstursökuþór í Formúlu 1. Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari í íþróttinni.

Riddaratign hans kemur aðeins nokkrum dögum eftir að hann laut í lægra haldi fyrir Max Verstappen, ökuþór Red Bull Racing, sem tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á undraverðan hátt í Abu Dhabi um síðustu helgi.

Sir Lewis Hamilton
GettyImages

Hamilton vildi ekki tjá sig við fjölmiðla eftir að hafa hlotið riddaratignina.

Ásamt Hamilton var móðir hans, Carmen Lockhart viðstödd athöfnina. Hamilton er fjórði Formúlu 1 ökuþórinn til þess að vera sleginn til riddara, hinir þrír eru Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart. Hann er jafnframt fyrir ökuþórinn sem er sleginn til riddara á meðan að ferli hans stendur.