Sexfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton, tók sínar margfrægu fléttur úr og lét hárið standa út í loftið. Fór ber að ofan fyrir framan spegilinn og henti í sjálfu. Hamilton skrifaði; Caveman ting við myndina. Hvort hann ætli að vera svona um hárið á meðan að tímabilið stendur yfir skal ósagt látið en hann skartar iðulega glæstum fléttum. Keppnistímabilið í Formúlunni hefst ekki strax en æfingar hefjast innan skammst. Framtíð Hamilton hefur verið milli tannana á fólki en samningur hans við Mercedes rennur út eftir þetta tímabil. Vitað er að Ferrari vill fá hann bak við rauðu fákana sína en Hamilton sem er orðinn 35 ára hefur lítið gefið upp.

View this post on Instagram

Caveman ting👹

A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) on