Toto Wolff segir Sir Lewis Hamilton, sjöfaldan heimsmeistara í mótaröðinni og ökumann Mercedes eiga nóg eftir í tankinum. Samningur Hamilton rennur út eftir næsta tímabil en Toto segist fullviss um að hann Bretinn reynslumikli muni skrifa undir framlengingu á honum.

Hamilton er að ganga í gegnum fordæmalaust tímabil á Formúlu 1 ferli sínum. Nú þegar fimm keppnishelgar eru eftir af tímabilinu er hann án sigurs og á ekki möguleika á að vinna áttunda heimsmeistaratitil sinn sem kæmi honum í sérflokk hvað fjölda heimsmeistaratitla varðar.

Í viðtali við David Coulthard á Channel 4 sagðist Toto eiga í góðum samskiptum við Hamilton þær ræddu framtíðina oft.

„Bara í síðustu viku settumst við niður saman og hann sagði 'ég er með fimm ár eftir á tankinum' og spurði mig hvað mér finndist um það. Við eigum í opinskáum samskiptum og Lewis verður sá fyrsta til að segja þegar hann fær nóg."

Toto bætir því við að hann hafi engar áhyggjur af því að Hamilton skrifi ekki undir framlengingu á sínum samningi.