Angela Cullen, sem staðið hefur við hlið sjöfalda heimsmeistarans í Formúlu 1, Lewis Hamilton, hefur látið af störfum sem hans markþjálfi og aðstoðarkona eftir 7 ára samstarfsferil þeirra.
Frá þessari stóru breytingu greinir Hamilton í færslu á samfélagsmiðlum.
„Undanfarin sjö ár hefur Angela staðið þétt við bakið á mér og hjálpaði mér í að verða besta útgáfan af sjálfum mér. Sökum hennar er ég sterkari íþróttamaður og betri manneskja. Í dag vona ég að þið takið ykkur tíma til að óska henni alls hins besta nú þegar að hún tekur næsta skref og eltir drauma sína.
Takk fyrir allt Ang. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þig.“