Sir Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og núverandi ökumaður Mercedes segist ætla að halda sínum ferli áfram sem kappakstursökumaður lengur en núverandi samningur hans segir til um.

Núverandi samningur Hamilton rennur út eftir næsta tímabil og þrátt fyrir miklar vangaveltur um framtíð hans, þar sem margir hverjir bjuggust við að Hamilton hefði fengið nóg og ætlaði sér að hætta fyrir yfirstandandi tímabil, ætlar hann sér ekki að fara í bráð.

Það hefur ekki gengið sem skyldi hjá Hamilton og Mercedes á tímabilinu, bara ef við berum saman fyrri tímabil þar sem Mercedes hefur einangrað heimsmeistaratitlana.

En í leðjunni, baráttunni um bætingar, virðist Hamilton hafa fundið neista. „Ég ætla mér að vera lengur," sagði Hamilton á blaðamannafundi á Suzuka þar sem kappakstur helgarinnar fer fram.

Það sé bara ekki ákveðið hversu lengi hann ætli sér að halda ferlinum áfram. Þó hefur hann áhuga á því að vera í kringum Mercedes liðið til lífstíðar.

„Mér líður mjög vel, hef ástríðu fyrir því sem ég er að gera. Við eigum eftir að áorka miklu svo ég er ekki á förum á næstunni."