Breski ökuþórinn Lewis Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitil ökuþóra í dag þegar hann kom annar í mark í Austin Texas í kvöld.

Þegar tvær keppnir eru eftir er Hamilton með 74 stiga forskot á Valtteri Bottas, liðsfélaga sinn hjá Mercedes.

Hamilton dugaði að enda meðal fjögurra efstu í dag og kom hann í mark á eftir Bottas sem dugði honum til sigurs.

Með því er Hamilton aðeins einum heimsmeistaratitli ökuþóra á eftir meti Michael Schumacher sem vann á sínum tíma sjö meistaratitla.