Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Sir Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes er ekkert á þeim buxunum að ætla slaka of mikið á í yfirstandandi sumarfríi í mótaröðinni sem stendur yfir næsta tæpa mánuðinn.

Hann hóf fríið af krafti með því að þeysast um öldurnar á rafknúnu brimbretti sem er metið á um 20 þúsund pund, því sem jafngildir rúmum þremur milljónum íslenskra króna.

Hamilton hefur verið að standa sig vel undanfarið í bíl Mercedes sem hefur unnið á eftir því sem líður á tímabilið. Ökumenn Mercedes héldu því himinlifandi inn í sumarfríið eftir að hafa báðir lent á verðlaunapalli í síðustu keppni fyrir fríið.