Íslenski boltinn

Hallur hættur hjá Þrótti

Frekari breytingar verða á þjálfaramálum hjá karlaliði Þróttar Reykjavíkur í knattspyrnu. Fyrir helgi var Gunnlaugur Jónsson ráðinn aðalþjálfari Þróttar, en hann tók við liðinu af Gregg Ryder sem hætti skyndilega í upphafi vikunnnar.

Hallur Hallsson hefur látið af störfum hjá Þrótti. Fréttablaðið/Eyþór

Nú er ljóst að Hallur Hallsson sem verið hafði aðstoðarþjálfari Þróttar síðan í haust mun ekki halda áfram starfi sínu hjá félaginu. 

„Ég verð ekki áfram aðstoðarþjálfari liðsins. Þar sem ég gat ekki lofað mér áfram 100% í starfið vegna fjölskylduaðstæðna var tekin sú ákvörðun að það kæmi nýr aðstoðarþjalfari á þessum tímapunkti,“ sagði Hallur í samtali við Fréttablaðið. 

Hallur lék á ferli sínum sem leikmaður 471 leik með meistaraflokki Þróttar, en hann ákvað í lok síðasta keppnistímabils að leggja skóna á hilluna og snúa sér að þjálfun hjá félaginu.

Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við starfinu af Halli, en þau mál er í skoðun að sögn Gunnlaugs Jónssonar, nýráðins þjálfara Þróttar.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

Íslenski boltinn

Færeyingurinn Jákúp kemur aftur til FH

Íslenski boltinn

Æfingar hafnar á La Manga

Auglýsing

Nýjast

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Auglýsing