Íslenski boltinn

Hallur hættur hjá Þrótti

Frekari breytingar verða á þjálfaramálum hjá karlaliði Þróttar Reykjavíkur í knattspyrnu. Fyrir helgi var Gunnlaugur Jónsson ráðinn aðalþjálfari Þróttar, en hann tók við liðinu af Gregg Ryder sem hætti skyndilega í upphafi vikunnnar.

Hallur Hallsson hefur látið af störfum hjá Þrótti. Fréttablaðið/Eyþór

Nú er ljóst að Hallur Hallsson sem verið hafði aðstoðarþjálfari Þróttar síðan í haust mun ekki halda áfram starfi sínu hjá félaginu. 

„Ég verð ekki áfram aðstoðarþjálfari liðsins. Þar sem ég gat ekki lofað mér áfram 100% í starfið vegna fjölskylduaðstæðna var tekin sú ákvörðun að það kæmi nýr aðstoðarþjalfari á þessum tímapunkti,“ sagði Hallur í samtali við Fréttablaðið. 

Hallur lék á ferli sínum sem leikmaður 471 leik með meistaraflokki Þróttar, en hann ákvað í lok síðasta keppnistímabils að leggja skóna á hilluna og snúa sér að þjálfun hjá félaginu.

Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við starfinu af Halli, en þau mál er í skoðun að sögn Gunnlaugs Jónssonar, nýráðins þjálfara Þróttar.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Íslenski boltinn

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

Fótbolti

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Auglýsing

Nýjast

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Stjarnan skoraði níu í Árbænum og er komin í bikarúrslit

Ronaldo á vinsælustu íþróttamynd í sögu Instagram

Var sendur heim og afþakkaði svo silfurmedalíu

Auglýsing