Knattspyrnudeild Gróttu er í leit að eftirmanni Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem þjálfara karlaliðs félagins en Óskar Hrafn sem kom liðinu upp um tveir deildir á tveimur tímabilum samdi við Breiðablik um helgina.

Forráðamenn Gróttu hafa boðið Halldóri Árnasyni sem kom til starfa hjá Gróttu fyrir þremur árum síðan að taka við starfinu af Óskari Hrafni.

Halldór hóf störf sem þjálfari yngri flokka hjá Gróttu, tók ári síðar við starfi yfirþjálfara yngri flokka hjá félaginu og hefur síðustu tvö tímabilin verið aðstoðarmaður Óskars Hrafns þegar liðið komst úr 2. deildinni í þá efstu á tveimur leiktíðum.

Aðspurður hvort að leitað hafi verið til hans með það í huga að taka við liðinu segir Halldór „Ég hitti stjórnina og það er gaman að finna þetta traust frá félaginu. Nú þarf ég bara aðeins að meta stöðuna og taka góða ákvörðun um framtíðina.”