Hallbera gekk í raðir AIK fyrir tímabilið og var stór hlekkur í liðinu sem hélt sæti sínu í deildinni. AIK voru nýliðar í efstu deild á liðnu tímabili.

Í samtali við Morgunblaðið segir Hallbera að hún skoði kosti sína en líkur séu á að hún verði áfram í Svíþjóð.

Hallbera er 35 ára gömul og er algjör lykilmaður í íslenska kvennalandsliðinu sem er á leið á Evrópumótið í Englandi næsta sumar