Óskar Sverrisson og Ari Leifsson fá fyrstu leiki sína fyrir A-landslið karla í kvöld þegar íslenska landsliðið mætir El Salvador í Los Angeles.
Þetta er seinni leikur Íslands í þessu landsliðsverkefni sem fer fram utan hefðbundis landsleikjahlés og eru því stærstu stjörnur Íslands fjarverandi.
Kári Árnason ber fyrirliðabandið í þessum leik og er í vörninni með Birki Má Sævarssyni, Óskari og Ara.
Óskar sem er samningsbundinn Hacken er fæddur og uppalinn í Svíþjóð en á íslenskan föður og er því gjaldgengur í íslenska landsliðið.
Byrjunarlið Íslands í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.
A landslið karla mætir El Salvador á miðnætti á Dignity Health Sports Park í Carson.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 19, 2020
Leikurinn hefst á miðnætti.
Our starting lineup for our friendly against El Salvador.#fyririsland pic.twitter.com/KnO2uuBABp