Rúmeninn Simona Halep hafði betur gegn hinni bandarísku Serenu Williams þegar þær mættust í úrslitaleik Wimbledon-mótsins í tennis kvenna í dag.

Þetta er í fyrsta skipti sem Halep vinnur Wimbledon-mót en hún var að vinna sinn annan sigur sigur á risamóti. Fyrsti sigur hennar kom á opna franska meistaramótinu á síðasta ári.

Þetta var annað tap Williams í röð í úrslitaleik á Wimbledon-móti en hún laut í lægri haldi fyrir Angelique Kerber fyrir ári síðan.

Halep sem vann úrslitaleikinn örugglega 2-0 var í sjöunda sæti á heimslistanum fyrir þetta mót en tekur líklega gott stökk á listanum eftir sigur á þessu móti.