Háskólinn í Reykjavík í samstarfi við KKÍ heldur fyrirlestur í næstu viku þar sem Kati Nynas og Karolina Andersson, körfuknattleiksdómara í fremstu röð, ræða áskoranir og tækifæri kvenndómara í boltagreinum.

Um er að ræða tveggja tíma fyrirlestur sem fer fram á fimmtudaginn næsta en nánari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan. Nynas er yfirmaður dómaramála í Finnlandi og kennir dómgæslu hjá FIBA.

Í tilkynningunni stendur að þær muni ræða af hverju konur séu í minnihluta körfuknattleiksdómara, hvernig konur geti brotið niður múra og breytt ríkjandi viðhorfum með því að fjölga kvendómurum.

NBA-deildin réð fyrstu kvenkyns dómarana árið 1997 og tilkynnti síðasta vetur að tvær konur myndu bætast við dómaralista deildarinnar.

Georgía Olga Kristiansen varð fyrir tveimur árum fyrsta konan sem dæmdi leik í efstu deild karla í körfubolta og hefur verið að dæma leiki undanfarin ár.

Stórt skref var tekið í karlaknattspyrnu fyrr á árinu þegar Stéphanie Frappart dæmdi leik Chelsea og Liverpool í úrslitum evrópska Ofurbikarsins (e. SuperCup) og stóð vakt sína með prýði.

Var það í fyrsta sinn sem kvendómari dæmdi úrslitaleik af þessari stærðargráðu hjá UEFA.