Erling Braut Haaland, leikmaður Manchester City fer með himinskautum þessa dagana, það virðist fátt geta stöðvað Norðmanninn unga sem raðar inn mörkunum, nú síðast í gær í grannaslagnum gegn Manchester United.

Manchester City fór með auðveldan 6-3 sigur af hólmi gegn grönnum sínum í gær, Haaland skoraði þrjú þeirra marka, hans þriðja þrenna í ensku úrvalsdeildinni og það aðeins í átta leikjum. Svo bætti hann við tveimur stoðsendingum og fékk að launum tíu í einkunn hjá franska stórblaðinu L'Equipe og varð þar með aðeins fimmtándi leikmaðurinn til þess að hljóta tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína.

Það er The Athletic sem vekur athygli á þessu en meðal þeirra sem hafa fengið tíu í einkunn hjá L'Equipe eru þeir Kylian Mbappe, Neymar, Lionel Messi og Robert Lewandowski en listann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Ótrúleg markaskorun Haalands heldur áfram en hann hefur að skipa magnaðri markatölfræði hjá nánast öllum þeim liðsum sem hann hefur spilað fyrir. Þannig skoraði hann 86 mörk í 89 leikjum með Borussia Dortmund, 29 mörk í 27 leikjum með Red Bull Salzburg og þár er hann kominn með 17 mörk í 11 leikjum með Manchester City.

Þá er hann kominn með 21 mark í 23 leikjum með norska landsliðinu.