Max Ver­stappen sýndi það og sannaði á Spa Franchorchamps í Belgíu um ný­liðna helgi af­hverju hann er ríkjandi heims­meistari í For­múlu 1. Ver­stappen hlaut refsingu fyrir keppni helgarinnar vegna véla­breytinga og hóf því keppni í 14. sæti en það kom ekki að sök því Ver­stappen var nokkrum klössum fyrir ofan alla aðra á brautinni og sigldi heim öruggum sigri með mögnuðum akstri.

Hann eykur þar með for­ystu sína á toppnum í stiga­keppni öku­manna og það er ekki hægt að sjá að nokkur maður eigi eftir að koma í veg fyrir að hann verji heims­meistara­titil sinn á tíma­bilinu.

Akstur Ver­stappen á Spa Franchorchamps hefur skilið á­huga­fólk um For­múlu 1 agn­dofa. Það er hægt að segja að Red Bull Ra­cing sé með besta bílinn á rás­röðinni eins og staðan er akkúrat núna en munurinn sem var á milli Ver­stappen og annarra öku­manna skýrist af ein­hverju allt öðru en bílunum sem ekið er á.

Ver­stappen sannaði um helgina af­hverju hann er ríkjandi heims­meistari í móta­röðinni, af­hverju hann er besti öku­maður í heimi um þessar mundir.

Will Buxton, sér­fræðingur um For­múlu 1 hefur verið að taka sér sjald­gæft frí frá ferða­laginu sem fylgir því að starfa í kringum For­múlu 1, hann horfði á keppnina heima hjá sér: „Ég var al­gjör­lega dá­leiddur af þessari snilld frá Max Ver­stappen. Al­gjör­lega nýjar hæðir hjá meistaranum. Ein­fald­lega æðstur.