Knattspyrnudeild Gróttu hefur náð samkomulagi við IF Elfsborg um að Hákon Rafn Valdimarsson markvörður gangi til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið í félagaskiptaglugganum í sumar, að uppfylltum nánari skilmálum samningsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook-síðu Gróttu.

Hákon Rafn er 19 ára gamall en hann hefur verið verið aðal­markvörður Gróttu und­an­far­in þrjú keppnistímabil. Hákon spilaði sinn fyrsta leik fyrir Gróttu árið 2017 en hann á að baki 61 leik fyrir félagið og hefur leikið í þremur efstu deildum með liðinu.

Auk þess hefur Hákon leikið með U-19 ára landsliðinu en hann hann var í lokahópi U21-árs landsliðsins sem tók þátt í lokakeppni EM í mars síðastliðnum.