Körfuboltamaðurinn Há­kon Örn Hjálm­ars­son sem leikur með ÍR hef­ur samið við Bing­ham­t­on-há­skól­ann þess efnis að hann muni leika með körfuboltaliði skól­ans Bing­ham­t­on Be­arcats.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Twitter-síðu skólans í dag.

Hákon hefur leikið vel með ÍR-ingum í vetur en liðið er 1-0 yfir í úrslitaviðureign Domino's-deildarinnar. Hann hefur skorað 11 stig að meðtali í leikjum Breiðholtsliðsins vet­ur, tekið þrjú frá­köst og gefið þrjár stoðsend­ing­ar.

Be­arcats leika í fyrstu deild banda­ríska há­skóla­bolt­ans og eru í American East-deild­inni þar í landi.