Ís­lendingarnir Hákon Arnar Haralds­son og Ísak Berg­mann Jóhannes­son áttu stóran þátt í að tryggja FC Kaup­manna­höfn danska titilinn í fót­bolta í dag. DR greinir frá því.

Hákon Arnar og Ísak Berg­mann skoruðu hvor eitt mark í 3-0 sigri dönsku meistaranna. Hákon Arnar og Ísak Berg­mann eru báðir fæddir árið 2003, og eru því einungis 19 ára.

Fyrsta markið kom á áttundu mínútu, en þá skoraði Hákon Arnar. Lukas Lera­ger skoraði annað markið í upp­bóta­tíma í fyrri hálf­leik og Ísak Berg­mann gull­tryggði FC Kaup­manna­höfn sigurinn þegar hann kom þeim í 3-0.

FC Kaup­manna­höfn þurfti einungis eitt stig eftir leikinn í dag til þess að tryggja sér danska titilinn. Þetta er í fjór­tánda skiptið sem FC Kaup­manna­höfn sigrar danska titilinn.

FC Kaup­manna­höfn sitja nú með 68 stig eftir einungis 32 leiki.