Íslendingarnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson áttu stóran þátt í að tryggja FC Kaupmannahöfn danska titilinn í fótbolta í dag. DR greinir frá því.
Hákon Arnar og Ísak Bergmann skoruðu hvor eitt mark í 3-0 sigri dönsku meistaranna. Hákon Arnar og Ísak Bergmann eru báðir fæddir árið 2003, og eru því einungis 19 ára.
Fyrsta markið kom á áttundu mínútu, en þá skoraði Hákon Arnar. Lukas Lerager skoraði annað markið í uppbótatíma í fyrri hálfleik og Ísak Bergmann gulltryggði FC Kaupmannahöfn sigurinn þegar hann kom þeim í 3-0.
FC Kaupmannahöfn þurfti einungis eitt stig eftir leikinn í dag til þess að tryggja sér danska titilinn. Þetta er í fjórtánda skiptið sem FC Kaupmannahöfn sigrar danska titilinn.
FC Kaupmannahöfn sitja nú með 68 stig eftir einungis 32 leiki.