Hafþóri Júlíusi Björnssyni tókst ekki að verja titilinn sem sterkasti maður heims þegar keppnin fór fram í Florida um helgina.

Hafþór Júlíus sem vann keppnina í fyrsta sinn í fyrra fékk bronsverðlaunin í ár á eftir Martins Licis frá Bandaríkjunum og Mateusz Kieliszkowski frá Póllandi.

Þetta er áttunda árið í röð sem Hafþór Júlíus kemst á verðlaunapall.

Hafþór Júlíus meiddist strax í annarri þraut um helgina og kom í ljós að hann hefði rifið vöðva aftan í ilinni. Þrátt fyrir það tókst honum að klára keppnina á verðlaunapalli.

Hann er einn þriggja Íslendinga sem hafa hlotið nafnbótina sterkasti maður heims á eftir Magnúsi Ver Magnússyni og Jóni Páli Sigmarssyni.