Aflraunamaðurinn, hnefaleikakappinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson er tekjuhæstur íslenskra íþróttamanna miðað við gögn sem fengin eru úr álagningarskrá Ríkisskattstjóra. Hafþór var með rúmar 4,8 milljónir íslenskra króna í mánaðarlaun á síðasta ári.

Bakgrunnur Hafþórs kemur úr aflraunakeppnum en hann er eini kraftlyftingarmaður sögunnar til þess að vinna titlana Arnold Strongman Classic, Sterkasti maður Evrópu og Sterkasti maður heims alla á sama almanaksárinu.

Hafþór í hlutverki fjallsins í Game of Thronesþ

Hafþór vann titilinn sterkasti maður heims árið 2018 og þá hefur hann hlotið nafnbótina sterkasti maður Evrópu fimm sinnum. Þá hefur hann haslað sér völl sem leikari. Frammistaða hans sem Gregor "The Mountain" Clegane í þáttaröðunum Krúnuleikarnir (e. Game of Thrones) vakti mikla athygli og þá leikur hann hlutverk í nýrri kvikmynd sem ber nafnið The Northman. Hafþór leikur þar Thórfinnr Tooth-Gnasher.

Hafþór spókar sig um með bleika loðtösku sem hönnuð er fyrir hundaeigendur.
Mynd/Samsett

Þá reyndi Hafþór fyrir sér í hnefaleikahringnum fyrr á þessu ári er hann mætti kollega sínum úr greinum aflrauna, Eddie Hall í sýningarbardaga í marsmánuði fyrr á þessu ári.

Frétta­blaðið mun í sam­­starfi við DV birta fréttir úr á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­­stjóra sem munu birtast í dag og næstu daga.