Hafþór greinir frá því á samfélagsmiðlum sínum í gær að hann hafi hitt þungavigtarmeistarann og að hann vonist til þess að læra meira frá honum í náinni framtíð. Frá þeim orðum má draga að Fury hafi veitt Hafþóri einhver góð ráð fyrir komandi bardaga.

Fyru gnæfir yfirleitt yfir keppinauta sína en í Hafþóri hitti hann jafnoka sinn hvað það varðar.

Hafþór hefur nú lagt feril sinn sem kraftajötunn til hliðar og hann einbeitir sér nú að því að því að gera sig klárann í hnefaleikabardagann gegn Eddie Hall. Hafþór lagði til að þeir myndu mætast í hnefaleikabardaga eftir að hann bætti heimsmet Hall í réttstöðulyftu er hann lyfti 501 kílói á Dalveginum í Kópavogi í maí á síðasta ári.

Vonandi hefur Hafþór geta leitað í reynslubanka Fury sem er enn ósigraður á hnefaleikaferli sínum