Áfrýjunarnefnd FIFA hafnaði í dag áfrýjun Síle á ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins að Ekvador hafi teflt fram ólöglegum leikmanni í undankeppni HM.

Með því heldur Ekvador sæti sínu á HM en Síle gæti áfrýjað til Alþjóðaíþróttadómstólsins (e. Court of sport arbitration) þótt að tíminn sé naumur.

Síle telur sig hafa sönnunargögn um að Byron Castillo hafi verið ólöglegur þar sem hann sé fæddur í Kólumbíu og sé ekki með nein tengsli við Ekvador.

Hann hafi notið aðstoðar frá manni frá Ekvador við að falsa fæðingarskjöl svo að hann gæti leikið fyrir Ekvador.