Banda­ríski auð­kýfingurinn og fyrrum for­­seti Banda­­ríkjanna Donald Trump segir PGA móta­röðina í golfi hafa klúðrað málunum er for­ráða­­menn hennar neituðu að sam­þykkja til­­­boð LIV mótaraðarinnar um sam­runa. Móta­röðinni gangi nú illa að ná samningum við það sem Trump segir vera auðugt og „heið­virt fólk.“

Trump segir að með þessu hafi PGA móta­röðin komið sér í erfiða stöðu en LIV-móta­röðinni, sem er keyrð á­­fram á fjár­­magni frá Sádi-Arabíu, hefur tekist að lokka til sín marga af bestu kylfingum heims.

Þá er móta­röðin að bjóða upp á áður ó­­­séðar upp­­hæðir hvað verð­­launa­­fé í mótum varðar en alls hljóðar verð­­launa­­féð upp á 250 milljónir Banda­­ríkja­dala. Þá eru 50 milljónir Banda­­ríkja­dala í boði um komandi helgi á móti sem fer fram á landi sem Trump á, Trump National Dor­al Club.

Það að fjár­­magnið í móta­röðinni komi frá Sádi-Arabíu hefur vakið upp mikla gagn­rýni á LIV-móta­röðina þar sem kylfingar hennar eru sagðir lítið annað en vel launaðir mála­liðar í hvít­þvotti í í­­þróttum þar sem sádi-arabíska ríkið sé að reyna snúa um­­ræðunni frá slæmu orð­­spori sínu hvað mann­réttindi varðar.