Dagný segir það hafa verið erfitt að komast að því að hún var ólétt. ,,Við höfðum ekki planað að eignast barn strax og ég komst í mjög mikið uppnám þegar að þetta varð raunin. Næstu mánuði átti ég hins vegar eftir að átta mig á að þetta var blessun."

Hún var fyrst staðráðin í því að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn. ,,Það eina sem ég hugsaði á meðan að ég gekk með strákinn minn var það hvernig ég kæmist aftur af stað inn á knattspyrnuvellinum. En þegar að hann fæddist kom upp sú tilfinning að ég vissi ekki hvort ég myndi vilja snúa aftur. Ég vildi eyða hverri mínútu með honum."

Dagný ákvað hins vegar að gera sitt besta til þess að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn. ,,Ég sett sjálfri mér markmið á meðgöngunni og ætlaði mér að ná þeim. Það var hins vegar erfitt vegna þess að maður byrjar á núllpunkti líkamlega séð."

,,Ég æfði bara þegar að hann var sofandi fyrstu árin, vildi aldrei fara frá honum," segir Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrnukona. Hún spilaði á þessum tíma með bandaríska liðinu Portland Thorns og sneri aftur til æfinga í mars árið 2019. Hjá Portland spilaði hún 53 leiki og skoraði sex mörk.

Seinna árið 2019 ákvað fjölskyldan hins vegar að snúa heim til Íslands. Dagný gerði samning við Selfoss og spilaði með liðinu árið 2020 áður en hún gekk til liðs við draumalið sitt, enska félagið West Ham United sem hún hafði stutt síðan í æsku.

Dagný á að baki 96 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað 32 mörk í þeim leikjum. Hún hefur verið reglulegur hluti af íslenska landsliðinu undanfarið.

Dagný sigraðist á efasemdarröddum sem reyndu að berja hana niður. Þar á meðal var fyrrum þjálfari hennar.

Ég man að einn þjálfarinn minn sagði við mig: 'Ég mun ekki spila þér vegna þess að þú heitir Dagný,' eins og ég yrði verri leikmaður sökum þess að ég hafði eignast barn. Ég brosti bara til hans og sagði, bíddu bara og sjáðu."

Dagný segir það ekki hafa verið auðvelt að mæta þessum efasemdarröddum. ,,Maður veit að maður ekki sami leikmaður og áður og það hjálpar ekki til að vita af því að fólk hefur ekki trú á því að maður komist aftur á skrið sem leikmaður. Ég efaðist oft um sjálfa mig og hugsaði með mér að efasemdarraddirnar ættu kannski rétt á sér. Á sama skapi blés þetta mótlæti mér byr í brjósti og ég varð staðráðnari í því að sanna mig," segir Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United og íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu í viðtali á heimasíðu FIFA.