Búið er að selja tæpa tvær og hálfa milljón miða á leiki á Heims­meistara­mótinu í knatt­spyrnu sem hefst í Katar í nóvember síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Aljóða­knatt­spyrnu­sam­bandinu.

Rúm­lega 500 þúsund miðar seldust í síðasta miða­sölu­glugga fyrir mótið sem var opinn frá 5. júlí - 16. júlí. Flestir miðar hafa verið seldir á eftir­talda leiki í riðla­keppninni:

Kamerún - Brasilía
Brasilía - Serbía
Portúgal - Úrúgvæ
Kosta Ríka - Þýskaland
Ástralía - Danmörk

„Stuðningsmenn búsettir í Katar, Sádi-Arabíu, Bandaríkjunum, Mexíkó, Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, Englandi, Argentínu, Brasilíu, Wales og Ástralíu hafa keypt flesta miða," segir í tilkynningu frá FIFA.

Opnunarleikur mótsins fer fram þann 20. nóvember þegar að heimamenn í Katar taka á móti Ekvador. Um er að ræða fyrsta heimsmeistaramótið sem er haldið í ríki í Mið-Austurlöndum og það fer fram á óhefðbundnum tíma, í nóvember og desember þar sem hitinn er bærilegri á þessu svæði á þessum tíma fyrir knattspyrnuiðkun.