Fótbolti

Hafa ekki tapað gegn erlendu liði í úrslitum í 17 ár

Spænsk lið hafa átt frábæru gengi að fagna í úrslitaleikjum í Evrópukeppnum en sautján ár eru síðan spænskt lið tapaði síðast úrslitaleik gegn liði utan Spánar.

Kahn og félagar í Bayern voru síðasta liðið til að sigra spænskt lið í úrslitum Evrópukeppni. Fréttablaðið/Getty

Spænsk lið hafa átt frábæru gengi að fagna í úrslitaleikjum í Evrópukeppnum en sautján ár eru síðan spænskt lið tapaði síðast úrslitaleik gegn liði utan Spánar.

Hefur spænskt lið leikið til úrslita sautján sinnum á þessum tíma, níu sinnum í Evrópudeildinni og átta sinnum í Meistaradeild Evrópu. Leikur Real Madrid og Liverpool í lok mánaðar verður sá átjándi og níundi í Meistaradeildinni.

Hefur þrívegis farið svo að úrslitaleikirnir eru á milli spænskra liða en það eru einu tapleikir spænskra liða í úrslitaleikjum á þessum sautján árum.

Var það síðast lið Bayern Munchen sem vann Valencia í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2001 eftir vítaspyrnukeppni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ljóst hvaða liðum FH og Stjarnan geta mætt

Fótbolti

Valur gæti farið til Moldóvu eða Makedóníu

Fótbolti

Özil hættur: „Þegar við töpum er ég innflytjandi“

Auglýsing

Nýjast

Casillas og Salah koma Karius til varnar eftir leik

ÍBV fær góðan liðsstyrk fyrir seinni hlutann

Felix Örn á leið til Danmerkur

Mourinho: Ekki komin mynd á liðið okkar

FH ekki fengið færri stig síðan 2003

Liverpool missti spón úr aski í tapi

Auglýsing