Fótbolti

Hafa ekki tapað gegn erlendu liði í úrslitum í 17 ár

Spænsk lið hafa átt frábæru gengi að fagna í úrslitaleikjum í Evrópukeppnum en sautján ár eru síðan spænskt lið tapaði síðast úrslitaleik gegn liði utan Spánar.

Kahn og félagar í Bayern voru síðasta liðið til að sigra spænskt lið í úrslitum Evrópukeppni. Fréttablaðið/Getty

Spænsk lið hafa átt frábæru gengi að fagna í úrslitaleikjum í Evrópukeppnum en sautján ár eru síðan spænskt lið tapaði síðast úrslitaleik gegn liði utan Spánar.

Hefur spænskt lið leikið til úrslita sautján sinnum á þessum tíma, níu sinnum í Evrópudeildinni og átta sinnum í Meistaradeild Evrópu. Leikur Real Madrid og Liverpool í lok mánaðar verður sá átjándi og níundi í Meistaradeildinni.

Hefur þrívegis farið svo að úrslitaleikirnir eru á milli spænskra liða en það eru einu tapleikir spænskra liða í úrslitaleikjum á þessum sautján árum.

Var það síðast lið Bayern Munchen sem vann Valencia í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2001 eftir vítaspyrnukeppni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Fótbolti

Marcus Rashford á heimleið vegna meiðsla

Fótbolti

Mourinho búinn að neita nokkrum starfstilboðum

Auglýsing

Nýjast

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Gunnar niður um eitt sæti á styrk­leika­lista UFC

City og Barcelona að berjast um Saul

Auglýsing