Leah Williammson, fyrirliði enska kvennalandsliðsins, telur að liðið hafi breytt knattspyrnulandslaginu í heimalandi sínu með frammistöðu liðsins á Evrópumótinu sem var að ljúka.

England, sem var á heimavelli á mótinu, stóð uppi sem sigurvegari á því eftir sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik.

Knattspyrna í kvennaflokki hefur tekið gífurlegum framförum undanfarið, líkt og sjá mátti á EM. Þá var áhorfendamet á Evrópumóti landsliða slegið á Wembley í gær þegar yfir 87 þúsund manns sáu England vinna mótið.

„Við sögðum að við vildum skilja eftir okkur sigurarfleifð. Það er það sem við erum að gera,“ segir Williamson við BBC.

„Við vorum búnar að gera svo mikið fyrir leikinn, það sem við höfum gert fyrir konur og ungar stelpur, sem geta horft upp til okkar.“

Hún er stolt af þjóð sinni fyrir mótið sem hún hélt. „Mér finnst England hafa haldið stórkostlegt mót og við hafa breytt leiknum í landinu - og vonandi í allri Evrópu og heiminum.“