Annar af stjörnubakvörðum Portland Trailblazers tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki gefa kost á eiginhandaráritunum af ótta við kórónaveiruna.

Kórónaveiran náði til Bandaríkjanna á dögunum og hafa sex manns látist vegna veirunnar.

Þegar fyrsta smitið greindist í Oregon sem er ríki Portland Trailblazers sendi McCollum frá sér tíst þar sem hann minnti á varúðarráðstafanir til að hindra frekari útbreiðslu.

Þá sagðist hann ætla að taka sér hlé frá því að veita eigináritanir.