Ákveðið var að hætta við fyrsta kappakstur ársins í Formúlu 1 eftir að bifvélavirki McLaren greindist með kórónaveiruna.
McLaren tilkynnti að hvorugur ökuþór liðsins myndi taka þátt í keppninni í nótt eftir að í ljós kom að einn starfsmaður lisðins væri með veiruna.
Lewis Hamilton og Sebastian Vettell voru báðir búnir að lýsa yfir óánægju sinni að kappaksturinn ætti að fara fram í ljósi smithættunnar.
Stjórn Formúlunnar fundaði í tvo og hálfan tíma í dag og komst að niðurstöðu um að fresta keppninni í samráði við heilbrigðisyfirvöld í Melbourne, Ástralíu.
Óvíst er hvort að keppnin fari fram síðar á árinu en þegar var búið að fresta kappakstrinum í Kína.