Til stóð að undir 19 ára lið þjóðanna myndu mætast í tveimur leikjum hér á landi í Kórnum í Kópavogi og í Akraneshöllinni 27. og 29. nóvember næstkomandi en nú er ljóst að ekkert verður af þeim leikjum.

Vonir standa til þess að hægt verði að taka upp þráðinn og spila þessa tvo leiki á nýju ári.

Þrátt fyrir þessi tíðindi mun íslenska landsliðið engu að síður koma saman og æfa. Þá mun liðið spila æfingaleik við Breiðablik laugardaginn 27. nóvember næstkomandi.