Ekkert verður af því að keppt verði í Japan, Singapúr, Aserbaídsjan á Formúlu 1 keppinstímabilinu sem hefst í sumar og lýkur í desember næstkomandi. Forsvarsmenn Formúlu 1 freistuðu þess að leita leiða til þess að keppnir færu fram í þessum þremur löndum en það var ekki mögulegt vegna kórónaveirufaraldursins.

Þannig verður ekki keppt á hinni goðsagnakenndu braut Suzuka í Japan þar sem bann er lagt við ferðalögnum á japanska grundu næstu mánuði vegna veirunnar. Þá var keppnunum í Singapúr og Aserbaídsjan aflýst þar sem ekki er mögluegt að setja upp brautir þar í landi vegna veðurfars næstu mánuðina í þeim löndum.

Áður hafði keppnum í Ástralíu og Mónakó verið slegnir af og þá er óvissa um hvort því verði haldið til streitu að keppa í Bandaríkjunum, Brasilíu og Mexíkó. Átta fyrstu kappakstrarnir fara fram í Evrópu en keyrt verður af stað í Austurríki helgina 3. - 5. júlí. Leiktíðinni lýkur svo í Miðausturlöndum þegar brunað veðrur um götur í Bahrein og Abu Dhabi.

Áformað er að halda 15-18 kappakstra á tímabilinu en talið er að bætt verði við tveimur kappökstrum á Hockenheim-brautinni í Þýskalandi í stað þeirra sem hætt hefur verið við og þá er Mugello-brautin í Ítalíu reiðubúinn að hlaupa undir bagga ef áhugi er á því. Líklegt er að kappakstur í Sochi í Rússlandi bætist á dagskrána og Þá er verið að kanna möguleika á því að aka á nýjan leik í Montreal í Kanada.