Ákveðið hefur verið að hætta við þau áform að halda PGA meistaramótið á næsta ári á golfvelli sem er í eigu Donalds Trumps, fráfarandi Bandaríkjaforseta.

Samtök atvinnukylfinga í Bandaríkjunum, PGA of America, segja ekki forsvaranlegt að halda mót á velli Trumps í ljósi tíðinda síðustu viku þar sem stuðningsmenn hans réðust inn í bandaríska þinghúsið til þess að mótmæla úrslitum forsetakosninganna þar í landi.

„Stjórn PGA of America ákvað á fundi sínum að rifta samningi um að halda PGA meistaramótið 2022 á Trump Bedminster vellinum,“ segir Jim Richerson, forseti PGA of America, í tilkynningu um ákvörðun samtakanna.

„Með þessu er verið að brjóta bindandi samningi án þess að viðhlítandi ástæður séu að baki. Fjárfest hefur verið af okkar hendi fyrir milljónir dala í PGA meistaramótinu 2022 af á Bedminster. Við munu leita réttar okkar,“ segir talsamaður Trump-samsteypunnar um tíðindin.