Framkvæmdarstjóri bandaríska golfsambandsins, Mike Whan, tilkynnti í gær að heildarverðlaunaféið á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi myndi hækka um fjörutíu prósent.

Með því hækkar verðlaunaféið sem sigurvegarinn fær úr 2,25 milljónum dala í 3,15 milljónir dala eða tæplega 420 milljónir íslenskra króna.

Þetta kemur í framhaldinu af því að Masters-mótið og PGA-meistaramótið, fyrstu tvö risamót ársins, ákváðu að hækka heildarverðlaunaféið sitt.

Ákvörðunin er tekin nokkrum dögum eftir að fyrsta mótið á LIV-mótaröðinni fór fram þar sem verðlaunaféið er margtfalt hærra en þekkist á PGA-mótaröðinni.